Aðgengi útlendinga að upplýsingum

28. okt. 2003

Hvernig gengur útlendingum sem nýfluttir eru til landsins að fá upplýsingar og þjónustu hjá opinberum stofnunum og öðrum aðilum?

Meðfylgjandi er rannsóknarverkefni um þetta efni:

Aðgengi útlendinga að upplýsingum


Úr inngangi:

"Þetta rannsóknarverkefni var unnið sumarið 2003. Fjölskyldu- og þróunarsvið Reykjavíkurborgar sótti styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna og fékk til liðs við sig mannfræðinema á þriðja ári. Halldóra Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri á Fjölskyldu- og þróunarsviði var umsjónarmaður verkefnisins sem ber heitið Aðgengi að upplýsingum fyrir útlendinga. 

     
Markmið verkefnisins var að greina hvernig aðgengi að upplýsingum til útlendinga um íslenskt samfélag, réttindi, skyldur og þjónustu er háttað. Jafnframt að greina hvaða upplýsingar þurfa að vera aðgengilegar fyrir útlendinga sem eru að koma til landsins, þ.e. greina hvaða upplýsingar skipta þá mestu máli. Einnig að vinna líkan um upplýsingagjöf til útlendinga er byggir á samvinnu sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja. Að lokum var lögð á það áhersla að þessi vinna nýttist til að bæta upplýsingagjöf til útlendinga.

     
Segja má að verkefnið hafi verið þríþætt; að vinna greiningu á hvaða upplýsingar eru til fyrir útlendinga; athugun á því hvaða upplýsingar útlendingar telja mikilvægastar og að lokum að setja fram líkan um samþætta upplýsingagjöf sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja."