Aðstæður ungs fólks utan skóla

30. okt. 2003


Miðvikudaginn 29. október voru kynntar niðurstöður rannsókna á aðstæðum ungs  
fólks á aldrinum 16 - 19 ára.Rauði kross Íslands, Áfengis og vímuvarnaráð, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Félagsþjónustan í Reykjavík stóðu að rannsóknunum en framkvæmd var í höndum Rannsókna og greiningar.

Rannsóknirnar voru unnar á árabilinu 2000 – 2003 og náðu þær til þeirra sem eru í skóla og hluta af þeim sem eru utan skóla. Skoðuð var félagsleg staða og lífstíll ungmennanna. Rannsóknirnar leiða í ljós umtalsverðan mun á högum og líðan þessara tveggja hópa.

Félagsleg staða ungs fólks utan framhaldsskóla reynist oft bágborin. Skortur á stuðningi heima fyrir og lítil tengsl við foreldra einkennir frekar þennan hóp. Andleg líðan þeirra sem ekki eru í skóla er síðri. Þeir virðast líklegri til að finna til ýmissa þunglyndiseinkenna svo sem einmanaleika og leiða.

Rannsóknin er í meðfylgjandi viðhengi: 

Rannsókn á aðstæðum ungs fólks utan skóla