Grunnnámskeið Rauða krossins

11. nóv. 2003

Mánudaginn 17. nóvember, kl. 17:30 – 20:30 verður grunnnámskeið um Rauða kross hreyfinguna haldið fyrir sjálfboðaliða í húsakynnum Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, Reykjavík.
Eins og getið er í sjálfboðaliðasamningi Rauða kross Íslands eiga sjálfboðaliðar sem  starfa undir merkjum Rauða kross hreyfingarinnar að hafa vissa grundvallarþekkingu á hreyfingunni.  Grunnnámskeið sem hér er boðið upp á er haldið til að mæta þeim kröfum. 

Á námskeiðinu er fjallað um upphaf og sögu Rauða kross hreyfingarinnar sem er alþjóðleg hreyfing og stærsta mannúðarhreyfing heims.  Einnig er fjallað um uppbyggingu hreyfingarinnar, Rauða kross Íslands, starf Reykjavíkurdeildar, sjálfboðaliða og sjálfboðaliðasamning.

Við hvetjum ykkur eindregið til að sækja þetta námskeið þar sem þið eigið góða stund með öðrum sjálfboðaliðum, kynnist eigin deild, húsi Rauða kross Íslands og þeirri hugsjón sem sjálfboðaliðar starfa að með mannúð að leiðarljósi. 

Boðið er upp á léttar veitingar.

Skráning í síma 551-8800 eða  urkir@redcross.is