Heimanám

13. nóv. 2003

Tvö ár eru nú síðan yngri og eldri sjálfboðaliðar fóru að aðstoða útlensk börn við heimanám og málörvun.

Eins einfalt og þetta verkefni leit út fyrir að vera í upphafi hefur það reynst talsvert flókið í framkvæmd.

Í dag er hinsvegar komin mikil þekking og reynsla á verkefninu og hefur það aldrei gengið betur.

Í haust var ákveðið að aðstoðin yrði staðsett niður í Alþjóðahúsi. Þar er að mörgu leyti meira næði enda fá þau nýuppgerðan kjallarann alveg útaf  fyrir sig, þá er það að mörgu leyti heimilislegri aðstaða auk þess sem  Alþjóðahúsið er betur þekkt í hugum útlendinga en Sjálfboðamiðstöðin þar sem aðstoðin fór fram áður.

Aðstoðin er veitt á mánudögum kl. 15:00 til 17:00. Allar nánari upplýsingar um verkefnið veita Tumi og Huldís í síma 551-8800.