Skyndihjálparhópur

17. nóv. 2003

Skyndihjálparhópurinn er búinn að starfa af miklum krafti í vetur. Meðlimir hópsins standa reglulega fyrir æfingum af ýmsu tagi eins og meðfylgjandi mynd sem tekin var í síðustu viku sýnir.

Þá stendur hópurinn fyrir ýmsum námskeiðum og fræðslu tengdri skyndihjálp fyrir meðlimi hópsins.

Auk þessa tekur hópurinn að sér skyndihjálparvaktir við ýmis tilefni, en sá liður í starfsemi hópsins hefur farið mjög vaxandi. Hópurinn sér t.a.m.orðið um nánast alla skyndihjálpargæslu á framhaldsskólaböllum á höfuðborgarsvæðinu.