Metmæting í bíó

10. des. 2003

Rúmlega 200 krakkar mættu ásamt foreldrum og systkinum í Laugarásbíó síðastliðinn föstudag.

Urkí-Reykjavík hefur undanfarin ár staðið fyrir árvissum uppákomum fyrir þennan þakkláta sjálfboðaliðahóp.

Aldrei hafa þó fleiri mætt á þessar uppákomur en á föstudaginn var þegar Laugarásbíó bauð þeim á sænsku myndina Eva og Adam.

Á tímabili voru blikur á lofti um hvort fólk yrði frá að hverfa vegna mikillar aðsóknar. Allt fór þetta þó vel og fengu allir sæti.