Dagskrá Skyndihjálparhóps í feb. og mars

Jón B. og Birgir F.

13. feb. 2004

Stefnt er á að senda lið til Austurríkis og keppa fyrir hönd Rauða kross Íslands í skyndihjálp. Því verður dagskrá hópsins stíluð að einhverju leyti inn á það. Þá er aðallega átt við tíðni æfinga og eðli þeirra.

Þrír einstaklingar hafa sótt um í liðið eins og er og hvetjum við (verkefnastjórar) alla þá sem uppfylla skilyrðin að sækja um. Allir sem vilja spreyta sig á því að komast í liðið þurfa að skrá sig og verður 80% mætingarskylda á dagskráliði sem tengast keppninni fyrir þá! sem fara. En dagskráin er svohljóðandi í febrúar og mars:

Þriðjudagurinn 17. febrúar kl 20:00
Stuttur fyrirlestur um áverka með áherslu á greiningu. (æfing)

Þriðjudaginn 24. febrúar kl 20:00
Fyrirlestur. Fjallað um sálræna skyndihjálp

Þriðjudaginn 9. mars kl 20:00
Almennir áverkar (stuttur fyrirlestur og æfing)

Þriðjudaginn 23. mars kl 20:00
Fyrirlestur um áverka á fótum.

Þriðjudagur 30. mars kl 20:00
Almenn æfing (áhersla á fætur)

Allt gerist þetta á Hverfisgötu 105 að sjálfsögðu.

Skyldumæting er á allar þessar æfingar fyrir þá sem skrá sig til þátttöku fyrir FACE. Þessir fundir (æfingar) eru alls ekki hugsaðar eingöngu fyrir FACE (First Aid Competition Europe) heldur gagnast öllum sjálfboðaliðum skyndihjálparhóps og því hvetjum við alla til að mæta.

Ef það eru einhverjar spurningar um keppnina eða annað sem tengist starfsemi Skyndihjálparhóps þá hafið endilega samband.


Kær kveðja
Verkefnastjórar