Alltaf sígild - alltaf ljúf

Tumi

5. mar. 2004

Nú er loks komið að hinni langþráðu og óviðjafnanlegu ÁRSHÁTÍÐ Urkí-Reykjavík sem verður haldin laugardaginn 13. mars. 

Að þessu sinni verður hún í Þjóðleikhúskjallaranum, Þessum fornfræga stað í húsi með sál og veggjum sem anda.

Í grófum dráttum er matseðillinn svohljóðandi:

Í forrétt verður Skelfiskssúpa

Í aðalrétt verður Rósmarín-og Sítruskryddaður lambahryggsvöðvi með tómat-og lauksúlu, Basil, kartöflum og hvítlauksgljáa

Í eftirrétt verður Súkkulaði- og Prclin kaka með ís

Kokkur verður enginn annar en Ragnar Ómarsson fyrirliði kokkalandsliðsins og norðurlandameistari í eldamennsku.

Matur verður borinn fram kl. 20:00.  Eftir mat verða fastir liðir og  skemmtiatriði. Ef þú vilt vera með skemmtiatriði, ekki hika. 

Hugsið ykkur bara, allt þetta kostar aðeins 1500 kr.  -sagt og skrifað, 1500 krónur.   Skráning er hjá Tuma á skrifstofunni í síma 551-8800 eða með pósti í [email protected].

Skráningu líkur föstudaginn 12. mars.  Greiðsla þarf að berast í síðasta lagi 12. mars.