Tvítyngd börn - fyrirlestur mið. 10.03 kl. 18:00

Tumi

8. mar. 2004

Tvítyngd börn stríða við ýmis vandamál í íslenskum grunnskólum. Ingibjörg Hafstað fjölmenningarfræðingur verður með fræðsluerindi um þessi mál í Sjálfboðamiðstöðinni, Hverfisgötu 105, á miðvikudaginn kl. 18:00- 20:00. 

Erindið er sérstaklega sniðið fyrir þá sjálfboðaliða sem aðstoða útlend börn við heimanám og málörvun en fyrirlesturinn er samt öllum opinn.  

Reynslan sýnir að mjög hátt hlutfall tvítyngdra nemenda fer ekki í framhaldsskóla eða fellur úr námi. Erlendar rannsóknir sýna að með réttum kennsluaðferðum og samvinnu við foreldra er unnt að fyrirbyggja slíkt brottfall. 

Íslenskir grunnskólar hafa ekki tekist á við vandann samkvæmt niðurstöðum þessara rannsókna. Í erindinu verður fjallað um sértækan vanda tvítyngdra barna frá mismunandi málsvæðum og leiðir til að fyrirbyggja brottfall úr námi þegar fram líða stundir.

Reifað verður stuttlega: Máltaka tvítyngdra barna  - Málörvun sem miðast  við menningu og tungumál hvers nemanda  - Leiðir til að kenna hugtök og ?skólamál? - Námstækni sem kemur að notum í íslenskum skólum -  Menningarfærni í íslenskum skólum - Umræður um þau vandamál  sem upp hafa komið í verkefni Rauða krossins með útlenskum börnum.