Árshátíð Urkí

Tumi

15. mar. 2004

Árshátíð Urkí var haldin með pompi og prakt í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðið laugardagskvöld og stóð gleðin fram á nótt. Tæplega 50 Urkí félagar mættu á árshátíðina og  skemmtu sér konunglega.

Ýmis skemmtiatriði voru á dagskrá auk æsispennandi kosninga sem er fastur liður á árshátíðinni.

Helstu úrslit voru þau að Jens Ívar Albertsson var kosinn sjálfboðaliði ársins. Viðar Arason var kosinn skyndihjálpargúrú ársins. Stefán Þórsson og Ari Hjálmarsson voru hnífjafnir í kosningunni um Herra Urkí en Ari lýsti því yfir að sér fyndist Stefán miklu fallegri en hann sjálfur og var því Stefán krýndur Herra Urkí, hann var jafnframt kosinn Bros ársins. Unnur Hjálmarsdóttir var svo kjörin ungfrú Urkí.