Frí leiksýning

Tumi

17. mar. 2004

Fjórir karlmenn hittast í lítilli herbergiskompu til að ræða málin.
Og blóðið lekur niður veggina.

Persónur og leikendur: Ellert A. Ingimundarson, Þór Tulinius, Gunnar Hansson, Pétur Einarsson

Tónlist: Ghostigital
Höfundur: Jón Atli Jónasson
Leikstjóri: Stefán Jónsson

Sýningartími er tæplega ein og hálf klukkustund. Ekkert hlé. Sýnt er á Nýja sviði Borgarleikhússins.

Frítt er á sýninguna á fimmtudagskvöldið 18.03 og sunnudagskvöldið 21.03 (eins og pláss leyfir). Sýningarnar hefjast klukkan 20:00.

Skráning hjá Tuma í [email protected] eða 551-8800