Námstefna um vinadeildasamstarf 24. apríl 2004

Tumi

2. apr. 2004

Nú gefst tækifæri til að fræðast um vinadeildasamstarf og hafa áhrif á framtíð þess.

Námstefna um vinadeildasamstarf verður haldin laugardaginn 24. apríl n.k. kl. 10 - 17 í húsnæði Rauða krossins að Efstaleiti 9 í Reykjavík.

Hún er ætluð deildafólki sem tekur þátt í vinadeildasamstarfi eða hyggst taka þátt í því, t.d. með heimsóknum til vinadeilda sinna erlendis.

Á námstefnunni er fjallað bæði almennt um alþjóðastarf Rauða krossins og sérstaklega um vinadeildasamstarf, m.a. um val og skipulagningu verkefna í vinadeildasamstarfi, mat á verkefnum, undirbúning heimsókna og hvernig megi nýta þær til að til að upplýsa almenning um alþjóðamál og starfsemi Rauða krossins.

Gestafyrirlestrar frá Alþjóðasambandinu og Alþjóðaráðinu, sem staddir verða hér á landi til að kenna á sendifulltrúanámskeiði, kynna starfsemi þessara stofnana innan Rauða kross hreyfingarinnar. Þátttakendur þurfa þess vegna að geta skilið og talað á ensku.

Anna Bryndís Hendriksdóttir á landsskrifstofunni veitir nánari upplýsingar og tekur við skráningum. Sími hennar er 570 4038 og netfang: [email protected].