Söfnunin fyrir Kabúl

17. maí 2004

Þegar þessar línur eru ritaðar er búið að pakka  í 700 kassa þannig að nú á bara eftir að flokka og pakka í nokkuð hundruð kassa til viðbótar.


Stefnt er á að hafa opið hús upp í fataflokkun næstu þrjá daga frá kl.18:00 - 21:00.


Það vantar því sjálfboðaliða til að koma og vinna með okkur, við stefnum á að klára þetta fyrir helgi.

Þeir sem eiga lausa stund og eru til í slaginn hafi samband við Lindu svæðisfulltrúa, linda@redcross.is  - Sími 565-2425.

Það voru á milli 45-50 sjálfboðaliðar að störfum um helgina og mikið fjör og mikið gaman.
Meðfylgjandi er mynd sem var tekin upp í fataflokkun um helgina.