Átakshópur Urkí-Reykjavík

6. nóv. 2003

Verkefnið "Gegn ofbeldi" sem starfrækt hefur verið síðustu fjögur ár hefur verið lagt niður en kjarninn úr þeim hóp sem stóð að því verkefni hefur stofnað nýjan hóp sem ber hið skemmtilega nafn Átakshópur Urkí-R.

Gegn ofbeldi var  upphaflega hugsað sem tímabundið átaksverkefni í eitt ár. Á þeim fjórum árum sem liðin eru hefur hópurinn komið að ýmsum málum og staðið fyrir mörgum uppákomum.

Tilgangurinn með Átakshópnum er að hlaupa undir bagga með stærri verkefnum sem þurfa liðsauka, átaksverkefnum og fleira. Þá hyggur hópurinn á landvinninga á næsta ári í gegnum UFE styrktaáætlunina.

Hópurinn hittist á miðvikudögum kl. 17:00 hér í Sjálfboðamiðstöð.

Verkefnastjóri hópsins heitir Magnús Pétursson kyntroll@strik.is