Aðalfundur Urkí-R

24. sep. 2003

Aðalfundur Urkí-R var haldinn í gærkvöldi. Engar lagabreytingatillögur voru að þessu sinni lagðar fram um lög Urkí-R.

Unnur Hjálmarsdóttir bauð sig fram til formanns og voru engin mótframboð.

Fimm manns buðu sig hinsvegar fram í fjögur laus sæti í stjórn Urkí-R og voru því kosningar, sem reyndust æsispennandi því einungis eitt atkvæði skildi á milli. 

Nýja stjórnin er skipuð eftirfarandi fólki:

1. Unnur Hjálmarsdóttir- formaður

2. Haraldur Hreinsson

3. Hlöðver Gunnarsson

4. Fríða Þórisdóttir

5. Ásgeir Bjarnason

6. Jens Ívar Albertsson

7. Hildur Tryggvadóttir Flóvenz