Bingó

29. mar. 2003

Laugardaginn 3. apríl heldur Ferðafélagið Víðsýn BINGÓ í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins að Hverfisgötu 105, kl.14:00.

Mikil stemmning er í kringum þessa uppákomu sem orðin er árviss þáttur í starfsemi Vinjar.

Víðsýn er starfrækt innan veggja Vinjar sem er athvarf fyrir geðfatlaða og Rauði krossinn kom á laggirnar fyrir ríflega 11 árum.

Félagar í Víðsýn fara til Færeyja í júní n.k. á norrænt sumarmót geðfatlaðra og er þetta liður í fjáröflun félagsins.

Að sjálfsögðu er fjöldi veglegra vinninga og léttar veitingar verða seldar á vægu verði.

Allir velkomnir