Bíó fyrir tombólubörn

29. nóv. 2003

Á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða 5. desember stendur Urkí-Reykjavík í samvinnu við Laugarásbíó fyrir því að bjóða tombólukrökkum af höfuðborgarsvæðinu í bíó.

Í fyrra var það "Pétur og kötturinn" en nú er það "Adam og Eva" ný talsett mynd eftir samnefndum barnabókum. Sýningin verður 5. desember kl. 16:00

Þau börn sem standa fyrir tombólum og gefa afraksturinn til Rauða krossins er glettilega stór hópur, en á milli 200-400 krakkar koma færandi hendi til Rauða krossins á ári hverju. 

Undanfarin fimm ár hefur Urkí-Reykjavík verið með árlega uppákomu í viðurkenningarskyni fyrir þennan yngsta aldursflokk í sjálfboðaliðahóp Rauða krossins.

Síðastliðin tvö ár hefur þeim verið boðið í bíó í góðri  samvinnu við Laugarásbíó sem hefur gefið sýninguna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.