Dagskrá Skyndihjálparhóps í september og október 2003

10. sep. 2003

Nú er sumarið á enda og tími til kominn að fara huga að starfi vetrarins hvort sem það er skóli, vinna eða sjálfboðastarf. Við, verkefnastjórarnir höfum verið að skipuleggja starfið á næstunni og því verður fundur að Hverfisgötu 105 þriðjudaginn 16. september kl 20:00. Það er von okkar að sem flestir meðlimir skyndihjálparhóps mæti.

Fundarefni eru:

*  Skrifað undir þagnareið (þeir sem eiga það eftir)
*  Umræða um sjúkarvaktir á framhaldsskólaböllum
*  Dagskráinn framundan 
      -Skyndihjálp II í Alviðru 
      -Gerðu það rétta og segðu það rétta
*Önnur mál

Léttar veitingar verða í boði á fundinum og því óþarfi að koma með nesti.


Dagskrá á næstunni:

16. september (þriðjudagur) kl 20:00  

Fundur skyndihjálparhóps að Hverfisgötu 105

17. september kl 21-01 

Balla FÁ. á Prada. Þeir sjálfboðaliðar sem komast skrái sig hjá Birgi (821-4600 / [email protected]).

30. september kl 20:00 

Æfing sem verður nánar auglýst síðar. Mæting að  Hverfisgötu 105.

8. október kl 20:00 

Námskeiðið Gerðu það rétta og segðu það rétta þar sem farið er í þau atriði sem gott er að vita hvernig á að bera sig að þegar alvarleg slys hafa átt sér stað og ættingjar eða vinir eru nærstaddir. Takmarkaður fjöldi kemst á þetta námskeið (20 manns) og því mikilvægt að skrá sig á námskeiðið hjá Birgir (821 4600 / [email protected]). Námskeiðið er eingöngu ætlað sjálfboðaliðum Skyndihjálparhóps.   Leiðbeinandi: Haraldur Guðjónsson

Helgin 17.-18. október 

Skyndihjálp II í Alviðru: 20 tíma framhaldssnámskeið í skyndihjálp fyrir meðlimi skyndihjálparhóps. Leiðbeinendur eru: Birgir og Bryndís. Frekari upplýsingar og skráning hjá Birgi (821 4600 / [email protected]).

Vonandi sjáum við sem flesta á fundinum 16. september.

Kær kveðja
Birgir Freyr og Jón Brynjar