Endurskinsmerki

18. nóv. 2003

Nú er nýlokið að dreifa endurskinsmerkjum í alla 43 grunnskóla Reykjavíkur.

Allir nemendur í öðrum bekk fengu afhent merki. Á myndinni eru nokkrir  kampakátir krakkar í 2. bekk í Fossvogsskóla með merkin sín.

Ekki er að efa að endurskinsmerkin koma að góðum notum nú þegar skammdegið grúfir yfir.