FACE

23. apr. 2004

FACE er skyndihjálparkeppni landsfélaga Rauða krossins og fer hún nú fram í Salzburg í Austurríki um miðan júní.

Rauði kross Íslands hefur ekki sent lið um nokkurra ára skeið en það stendur nú til bóta því gallvaskur hópur úr skyndihjálparhópi Urkí ætlar að leggja í víking og taka þessa keppni á hælinn. Ekki kemur til greina annað en að vera í einhverju af fimm efstu sætunum.

Þau sem keppa fyrir hönd Rauða krossins eru:

1. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
2. Magnús Pétursson
3. Viðar Arason
4. Linda Björk Hallgrímsdóttir
5. Stefán Þór Þórsson
6. Haraldur Hreinsson
7. Jón Brynjar Birgisson

Meðfylgjandi mynd er tekin af nokkrum keppendanna ásamt gestum frá Palestínu sem eru hér í boði landsfélags Rauða krossins.