Fatasending til Afganistan

11. maí 2004

Fyrirhugað er að vera með söfnum á fatnaði næstu helgi og því bráðvantar okkur sjálfboðaliða til starfa.

Utanríkisráðaneytið mun um næstu mánaðarmót senda flugvél fulla af hjálpargögnum til Kabul í Afganistan og hefur Rauði kross Íslands tekið að sér að safna og senda með vélinni um 15 tonna af fatnaði.

Við ætlum að safna hlífðarfatnaði s.s. úlpum, kápum, frökkum og flíspeysum í öllum stærðum og gerðum og er þessi fatnaður fyrir ekkjur og munaðarlaus börn fyrst og fremst.

Okkur vantar sjálfboðliða til að vinna upp í flokkun á laugardag og sunnudag.
Verið er að vinna í því að vera með gám á Lækjartorgi á laugardaginn og ef það gengur eftir þá vantar okkur líka sjálfboðaliða til að vera þar.

Þeir sem eru tilbúnir í gefandi vinnu næstu helgi hafi samband við Lindu svæðisfulltrúa  sem allra fyrst Linda@redcross.is  -sími: 565-2425.