Félögum í Urkí-Reykjavík hefur verið boðið á leiksýningu næsta sunnudag

13. okt. 2003

Þetta er sýningin "Púntila bóndi og Matti vinnumaður" eftir Bertol Brecht.

Sýningin er í Borgarleikhúsinu á sunnudaginn kemur kl. 20:00

Áhugasamir hafi samband við Tuma í síma 551-8800 eða [email protected] í síðasta lagi á miðvikudaginn nk. 15.10.

Allir sjálfboðaliðar í verkefnum á vegum Urkí-R eru velkomnir á sýninguna. Einungis 40 miðar eru í boði þannig að fyrstir koma fyrstir fá.

Um sýninguna: 

PÚNTILA BÓNDI OG MATTI VINNUMAÐUR e. Bertolt Brecht. Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson

Púntila bóndi á við stórt vandamál að glíma: Drukkinn er hann góðhjartaður og hvers mans hugljúfi, ódrukkinn er hann grimmur kapítalisti. 

Drukkinn ræður hann til sín vinnumenn, trúlofar sig á tveim mínútum og býður fólki til veislu. Ódrukkinn rekur hann alla frá sér og vill að dóttir hans, Eva, trúlofist sendiráðsfulltrúa - sem hann drukkinn kallar mannleysu og engisprettu í kjólfötum.

Matti, sem er bílstjóri Púntila, reynir að gera húsbónda sínum allt til geðs, drukknum og sem ódrukknum, nema það að trúlofast hinni fordekruðu dóttur hans Evu. Þar setur Matti mörkin. Hið tvöfalda eðli húsbóndans reynist honum erfið glíma.

Það er Theodór Júlíusson, sem leikur Púntila bónda.

"Theodór sýndi svo stórkostlegan leik, að slíkt má kalla leiftursókn til leiksigurs" sagði Sveinn Haraldsson í Morgunblaðinu.

Bergur Þór Ingólfsson leikur Matta vinnumann og Harpa Arnardóttir, Evu dóttur Púntila. Eggert Þorleifsson leikur hinn skuldum vafna sendiráðsfulltrúa og vonbiðil Evu.

Með önnur hlutverk fara: Björn Ingi Hilmarsson, Ellert A. Ingimundarson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Marta Nordal, Guðrún Ásmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson og Gunnar Hansson.

Guðmundur Ólafsson semur söngtextana. Tónlist er eftir Matta Kallio, en það er finnski harmonikkusnillingurinn Tatu Kantomaa sem leikur í sýningunni.

Vytautas Narbutas er höfundur leikmyndar. Helga I. Stefánsdóttir hannar búninga. Kári Gíslason sér um lýsingu. Guðjón Pedersen er leikstjóri Púntila og Matta.

Púntila og Matti fékk þrjár tilnefningar til Grímuverðlaunanna s.l. vor: Theodór var tilnefndur fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla. Matti Kallio fékk tilnefningu fyrir bestu leikhústónlistina og Helga I. Stefánsdóttir fyrir búningana.