Ljósmyndakvöld Þórsmerkurfara

16. sep. 2003

Það er komið að því, já nú gerist það, kvöldið sem þú hefur beðið eftir.

Miðvikudaginn 17. september frá kl 20:00 verður ljósmyndakvöld Þórsmerkurfara í Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins að Hverfisgötu 105, Reykjavík.

Allir eru hvattir til að mæta (sérstaklega þú!) til að rifja upp gleðistundir sem við áttum saman í Þórsmörk. Ef þú ert með myndir sem þú tókst á námskeiðinu þá vinsamlegast komdu með þær svo við getum skoðað myndir hvort hjá öðru.

Birgir verður með myndir sem hann tók á sumarbúðunum, þær eru talsvert fleiri en þær sem birtust á heimasíðunni. Því er um að gera að mæta! Þú skalt ekki hafa áhyggjur af því að koma með nesti því veitingar verða á staðnum.

Sjáumst sem flest, hress og kát !

Kveðja

Leiðbeinendur í Þórsmörk 2003

Ari, Birgir, Erla og María.