Heimsóknir til fanga

25. maí 2004

Sjálfboðaliðar Rauða krossins heimsækja fanga á Litla Hrauni og sömuleiðis á Sogni.

Beiðnir koma frá föngum í gegnum millilið í fangelsinu.   Fangar eru sumir  hverjir mjög félagslega einangraðir og er tilgangur heimsókna  að bæta þar úr.  Sjálfboðaliða er ætlað að vera góður hlustandi og viðræðandi en ekki aðstoðarmaður á annan hátt.

Heimsóknir eru til sama einstaklingsins að öllu jöfnu tvisvar í mánuði á virkum dögum, klukkustund í senn og þarf að ljúka fyrir kl. 17. Heimsóknir standa frá nokkrum vikum upp í eitt ár. Ef farið er á eigin bíl eru bensínpeningar greiddir, kr. 3000 fyrir hverja ferð.

Sjálfboðaliðar sækja eins dags námskeið áður en heimsóknir hefjast og fá hóphandleiðslu.  Langt hlé getur komið á milli þegar skipt er um einstakling og eins getur liðið nokkur tími frá námskeiði og þar til byrjað er.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa sinnt þessu verkefni frá árinu 1997. Undirbúningsnámskeið er fyrirhugað 29. maí.    Sjálfboðaliði þarf að: vera 25 ára eða eldri, hafa áhuga á mannlegum samskiptum, hafa tíma á virkum degi tvisvar í mánuði  

Áhugasamir hafi samband við Sjálfboðamiðlun R-RKÍ.  Sími 551-8800. Netfang:  sjalfbodamidlun@redcross.is