Sjálfboðaliða vantar á sumarbúðirnar að Löngumýri í Skagafirði 24.júlí nk.

Ingibjörgu Eggertsdóttur

9. júl. 2004

Þennan dag stendur til að fara í gönguferð á Gvendarskál fyrir ofan Hóla í Hjaltadal. Sumarbúðirnar eiga þar til gerðan sérsmíðaðan stól sem hægt er að bera í þá sem ekki komast af sjálfdáðum upp á fjallið. Því vantar sjálfboðaliða til að bera stólinn upp. 

Reiknað er með 4 tímum í gönguna frá kl. 11 til 15 þannig að gott væri að sjálfboðaliðar hefðu nesti með sér en síðan er boðið upp á miðdegiskaffi að Löngumýri um kl. 16 og sund fyrir þá sem vilja í Varmahlíð og svo kvöldmat á eftir að Löngumýri. Eitthvað pláss er inni í svefnpokaplássi og svo er hægt að tjalda í garðinum. Þá væri hægt að taka þátt í kvöldvöku sumarbúðanna en þær eru hin besta skemmtun.

Ef þið eruð á ferð á svæðinu eða hafið áhuga á að heimsækja sumarbúðirnar og viljið leggja fram krafta ykkar vinsamlega hafið samband við Karl Lúðvíksson sumarbúðarstjóra í síma 896 8416 sem fyrst