Gestir frá vinadeild í Eistlandi

Hrafnkel Tuma og Jón Brynjar

30. ágú. 2004

Settur var upp „vináttulandsleikur" í skyndihjálp.

Þessa dagana eru hópur ungmenna frá Rauða krossinum í Eistlandi staddur hér á landi í tengslum við vinadeildasamstarf Reykjavíkurdeildar Rauða krossins við Paldiski deildina í Eistlandi.

Paldiski er lítill bær rétt fyrir utan Tallin í Eistlandi. Deildirnar hafa átt í vinadeildasamstarfi síðastliðin tvö ár og hafa skipst á heimsóknum og ýmsum gagnlegum upplýsingum.

Ungmennin sem hér eru stödd munu kynna sér starfsemi hreyfingarinnar hér á landi og fá fræðslu um margvísleg málefni eins og  mögulegar fjáröflunarleiðir Rauða krossins, starfsemi Alþjóðahússins, uppbyggingu ungmennahreyfingar Rauða krossins og fleira. 

Félagar í Ungmennadeild R -RkÍ notuðu tækifærið og settu upp ,,vináttulandsleik” í skyndihjálp milli Íslands og Eistlands laugardaginn 28. ágúst síðastliðinn. Eftir æsispennandi keppni höfðu Íslendingar betur." 

Meðfylgjandi er stuttur myndbútur sem sýnir svipmyndir frá keppninni: 
/redcross/upload/files/myndbond/island_-_eistland.wmv