Við höfum margt að segja

Åsta Ytre

16. des. 2004

„Við erum framtíðin, en umfram allt fortíðin”
 Þetta voru skilaboðin frá ungliðaleiðtogum Rauða krossins og Rauða hálfmánans frá 27 löndum um allan heim sem hittust í Tarragona á Spáni 22. og 23. september 2004. Þetta unga fólk, sem kom m.a. frá nokkrum ungliðanefndum Alþjóðasamtaka Rauða krossins, komu saman til að ræða um hvernig auka ætti þátttöku þeirra í ákvarðanatöku á öllum sviðum starfseminnar. Þá hittu þeir einnig forseta alþjóðasamtakanna, Juan Manuel Suárez Del Toro, og kynntu fyrir honum ályktanir sínar og tillögur.

Lokamarkmið þeirra er að skipta máli í framtíð samtakanna með því að vera talsmenn ungliðanna og vinna að því að gera þá að virkum hluta samtakanna, ekki aðeins sem fulltrúar lítils hóps heldur sem félagar sem auka verðgildi þeirrar vinnu sem samtökin vinna.

Fjölbreytni styrkir okkur
Unga fólkið tók virkan þátt í umræðunum og miðlaði af reynslunni sinni frá mjög ólíkum aðstæðum, bæði í daglegu lífi og í starfi sínu fyrir Rauða krossinn og Rauða hálfmánann í sínu heimalandi. Allir fulltrúarnir höfðu þó að minnsta kosti þrennt sameiginlegt: þeir eru ungir og virkir félagar í hreyfingunni, þeir hafa sömu grundvallarskoðanir og koma fram í starfi Rauða krossins og Rauða hálfmánans og þeir eru sannfærðir um aukið verðmæti sem æskan kemur með inn í mannúðarstarf hreyfingarinnar.

Þrátt fyrir að fólkið sé ólíkt innbyrðis var þetta gott tækifæri fyrir þau til að ræða opinskátt um aðstæður sínar og ná samkomulagi um þátttöku ungliða í ákvarðanatöku alls staðar, hvort sem litið er á lönd, heimsálfur eða heimsbyggðina alla. Hópurinn hittist í einn dag til að ná samkomulagi og undirbúa kynningu á því, og kynnti síðan ályktanir sínar fyrir forseta alþjóðasamtakanna.

Stuðningur frá forsetanum
Viðbrögðin frá forsetanum, sem var á sínum tíma sjálfboðaliði Rauða kross Spánar þegar hann var ungliði, voru mjög jákvæði. „Ég er sammála þessu öllu í grundvallaratriðum,” sagði hann og lofaði að koma tillögunum áleiðis. Forsetinn sagðist einnig vera mjög ánægður að sjá fastmótaðar og raunhæfar tillögur frá unga fólkinu.

Aðaltillögurnar:
Ef horft er á hvert land fyrir sig fól ein aðaltillagan í sér meiri stefnumörkun í málefnum ungliða. Stefna alþjóðasamtakanna í ungliðamálum var tekin upp 1991 og staðfest 1999 en þrátt fyrir það vantar enn nokkuð upp á að hún hafi verið tekin upp í sumum löndum. Auk þess lögðu ungliðarnir til að leiðtogar yrðu þjálfaðir til að þeir væri betur búnir undir að gegna mikilvægu stjórnunarhlutverki innan samtakanna.

Þegar horft er á stærri svæði var aðaláherslan lögð á stofnun og styrkingu ungliðahópa og samvinnu milli þessara hópa og ungliðanefndar alþjóðasamtakanna. Þá voru þátttakendur sammála um að æskan ætti að taka virkari þátt í ráðstefnum samtaka í stærri svæðum.

Síðast en ekki síst báðu fulltrúarnir um meiri þátttöku ungliða á ársfundi alþjóðasamtakanna, þar sem stærstu ákvarðanir samtakanna eru teknar. Á síðasta ársfundi í nóvember 2003 samþykktu ungliðarnir að a.m.k. einn fulltrúi yrði frá þeim í öllum nefndum allra landssamtaka. Þetta frumkvæði var tekið upp aftur af þessu tilefni og áhersla lögð á mikilvægi þess. Aukin þátttaka ungs folks mun krefjast fjármagns, og hópurinn hafði nokkrar hugmyndir um lausn á þessu máli. Þá var einnig rætt um að styrkja hlutverk ungliðanefndar alþjóðasamtakanna.

Ungliðarnir lögðu einnig til að landssamtökin litu til aldurs ekki síður en kyns, fjölbreytileika, landfræðilegs jafnvægis, hæfileika, þekkingar og reynslu þegar valdir eru þátttakendur í nefndir og ráð samtakanna.

Vel heppnuð samkoma
Fundurinn var haldin á sama tíma og sumarskóli Rauða kross Spánar og tóku sumir þátt í hvoru tveggja. Alls voru um 200 ungmenni saman komin og þetta kom annarri félagslegri vídd á þessa mikilvægu fundi ungliðanna.

Þessi fundur var mjög gagnlegur og sýnir hvernig hægt er að ná sameiginlegum markmiðum með því að vinna saman.