Skyndihjálparkennsla hjá Móral

11. maí 2012

Mórall - ungmennahópur Kjósarsýsludeildar - fékk góða heimsókn nú í vikunni þegar sjálfboðaliðar úr Skímu, skyndihjálparhóp RKÍ, komu á fund hjá þeim.

Krakkarnir fræddust um endurlífgun, eitranir og ýmislegt fleira.  Allir fengu að æfa blástursaðferðina og að setja slasaðan einstakling í læsta hliðarlegu.  Það var gaman að sjá hvað krakkarnir tóku virkan þátt í kennslunni og spurðu margra góðra spurninga sem Skíma svaraði eftir föngum.

Vetrarstarf Mórals hefur verið fjölbreytt og fjörugt.  Til að fagna því fer hópurinn í sólahrings óvissuferð nk. miðvikudag.  Það verður spennandi að sjá hvert ferðinni verður heitið.......