Ungmennin skelltu sér í Gaflaraleikhúsið

27. apr. 2012

Krakkarnir í 13-16 ára hópnum í ungmennastarfinu i Hafnarfirði skelltu sér í gær að sjá Ævintýri Múnkhásens í Gaflaraleikhúsinu og skemmtu sér konunglega að horfa á þennan skemmtilega hóp leikara.  Gaman að geta tekið þátt í listum og menningu hér í heimabænum. Frábær sýning og hvetjum við fólk að skella sér og sjá með sínum eigin augum. Takk fyrir okkur!