Heimsþorpin

Hrafnkell Tumi Kolbeinsson

31. ágú. 2005

Tumi ásam Bubacarr Kalleh, sem er ofursjálfboðaliði, ásamt krökkum á förnum vegi.
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands og gambíski Rauði krossinn hafa nýverið stofnað til viandeildasamstarfs. Einn hluti þess samstarfs er ungmennaskipti á milli landanna.

Gambía er lítið land á vesturströnd Afríku. Íbúafjöldinn þar er tæplega ein og hálf milljón manna sem flestir aðhyllast trúarbrögð islam. Landið er fátækt en friðsælt og íbúar lifa aðallega á ferðaiðnaði og jarðhneturækt.

Á hverju ári munu a.m.k. tveir sjálfboðaliðar koma til Íslands og tveir fara til Gambíu og dvelji í 6-12 vikur. Allir sjálfboðaliðar sem eru í einhverjum verkefnum á vegum deildarinnar  og eru á aldrinum 18-30 ára eiga möguleika á að fara út.

Verkefnin sem sjálfboðaliðarnir koma til með að vinna að eru mjög fjölbreytt. Þessa dagana stendur yfir fyrsta heimsókn íslenskra sjálfboðaliða í tengslum við verkefnið, en þær heita Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Sólrún María Ólafsdóttir. Þær taka m.a. þátt í undirbúningi við stórar sumarbúðir sem gambíski Rauði krossinn stendur fyrir árlega, jafnframt taka þær á móti gámasendingu frá Rauða krossi Íslands og vinna að stofnun vinatengsla á milli geðsjúkrahúss í Banjúl (höfuðborg Gambíu) og Vinjar (athvarfs fyrir geðfatlaða). Þá halda þær nokkur erindi um Rauða kross Íslands og íslenskt samfélag.

Stefnt er að því að stofna lítinn hóp sjálfboðaliða sem hefði áhuga á að taka á móti gambísku sjálfboðaliðunum og halda utan um þau verkefni sem falla til í  þessu samstarfi. Áhugasamir hafi samband við Tuma: Tumi@redcross.is – sími:5450-407