Námskeið í skyndihjálp fyrir ungt fólk á Vestfjörðum.

Brynjar Már

31. okt. 2005

 

Rauða Kross deildirnar á Vestfjörðum bjóða ungmennum frá 16 ára aldri á námskeið í almennri skyndihjálp þann 20.-22. nóvember n.k.  Farið verður yfir grunnatriði skyndihjálpar sem vissulega er nauðsynlegt fyrir alla að læra. Námskeiðið mun fara fram í Gamla Apótekinu, upplýsinga og menningarmiðstöð ungs fólks, sem Rauða Kross deildirnar á norðanverðum Vestfjörðum tóku dyggilega þátt í að koma á laggirnar árið 2000. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Skráning fer fram í síma 456-5700