Rauði kristallinn

Jens Ívar Albertsson

5. des. 2005

Alþjóðlegi Rauði krossinn vinnur nú að því ákvörðun um hvort eigi að taka upp þriðja táknið við hlið krossins og hálf-mánans.  Það væri Rauði kristallinn. Persónulega styð ég þetta framtak og ef ég væri allsráður myndi ég leggja niður krossinn og hálf-mánann og taka kristalinn upp í staðinn.  

Í dag þá fær hvert landssamtak að velja hvort merkið er nota.  Annað hvort kross eða hálfmána.  það hefur alltaf verið talað um að þessi merki tengist ekki trú, það er náttúrlega ekki rétt. 

Það þarf ekki að gera meira en að skoða hvaða lönd nota krossinn og hvaða lönd nota hálfmánann. Merkið fer eftir landstrú. Það eru nokkur lönd sem fylgja ekki þessari reglu þá er ástæðan aðallega sú að landstrúin er hvorki kristni né múslömsk, gott dæmi um það er Indland. 

Ástæðan fyrir þessari breytingu er Ísrael. Þar eru samtök, nákvæmlega eins og Rauði krossinn en nota Davíðsstjörnuna. Það merki er ekki samþykkt af Alþjóða Rauða krossinum. 

Að mínu mati er það skiljanlegt þar sem aðeins eitt merki má vera í hverju landi og það eru engin önnur lönd sem myndu nota þetta merki nema Ísrael.  Þannig hefur Ísrael alltaf verið neitað um viðurkenningu á þessu merki. 

Þetta hefur orðið til þess að bandaríski Rauði krossinn hefur ekki borgað til alþjóðlega Rauða krossins þau gjöld sem þeim ber, til þess að þrýsta á einhverja breytingar. 

Nú er í gangi fundur til þess að bæta við þriðja merkinu.  Það á hvorki að leggja niður krossinn né hálfmánann heldur er þetta viðbót við þau merki. Sem er bara fáránlegt að mínu mati. 

Af hverju verður ekki samþykkt að allir eigi að taka þetta upp?  Af hverju er verið að flækja málin enn frekar með enn einu merkinu?  Eru þetta ekki alþjóðleg samtök sem eiga að sína einingu en ekki sundrung? 

Alltaf er verið að reyna að gera öllum til hæfis, sem endar auðvitað með því allir verða ósáttir. 


Ég ætla ljúka máli mínu hér með því að hvetja íslenska Rauða krossinn til þess að breyta merkinu sínu eins fljótt og auðið er (ef þetta verður samþykkt) og taka upp nýja merkið. Breyta nafninu í íslenska Rauða kristalinn.

Aðrar heimildir
.
Spurt og svarað um nýja táknið frá IRCR http://www.icrc.org/Web/Eng/siteeng0.nsf/htmlall/emblem-questions-answers-281005
.
Frétt frá BBC um nýja merkið: http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/europe/4497840.stm 
 


Birt á ábyrgð höfundar.
Greinin endurspeglar skoðanir höfundar ekki Ungmennahreyfingarinnar í heild.