Fjöldahjálparæfing

Gunnlaugur Bragi

2. jan. 2006

 

Vilt þú aðstoða Rauða krossinn við að æfa neyðaraðstoð innalands?
Vinsamlegast láttu þá vini, kunningja og vinnufélaga vita af eftirfarandi.


Laugardaginn 14. janúar verður haldin fjöldahjálparæfing í Fellaskóla. Þar verða æfð viðbrögð vegna skyndilegrar rýmingar í stóru íbúðarhverfi. Til að æfingin verði sem raunverulegust er þörf á miklum fjölda fólks á öllum aldri í hlutverk flóttafólks.

Æfingin stendur frá klukkan 13.00 til 15.30.

Fólk er hvatt til að taka með sér vini, ættingja og börn með sér. Þeir sem treysta sér ekki til að vera á vettvangi geta verið í hlutverki aðstandenda sem hringja inn til að leita að ástvinum sínum.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Jóni B. Birgissyni, svæðisfulltrúa, í síma 565 2425 eða á netfangið jon@redcross.is.

Hægt er að kynna sér hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum með því að smella hér.