Safnkortshafar fá skyndihjálparnámskeið

6. jan. 2006

Mánaðarlega fá safnkortshafar ESSO góð tilboð þar sem þeir geta margfaldað verðgildi punkta sinna.
Í dag fengu safnkortshafar póst um janúartilboðin. Safnkorsthöfum býðst nú að greiða 1900 krónur auk þúsund safnkortspunkta fyrir skyndihjálparnámskeið Rauða krossins, en fullt verð fyrir slíkt námskeið er 3900 krónur og því tvöfaldast verðgildi safnkortspunktanna. Í bréfinu er sagt um námskeiðið: "Námskeið í skyndihjálp. 4 klukkustunda námskeið í grunnfærni og að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum."
Það hefur marg sannað sig að mikilvægi þess að sækja slík námskeið reglulega skipta miklu máli og hefur kunnáttan sem þau skilja eftir oftar en tölu á festir bjargað mannslífum.
Þess má geta að allir meðlimir í Rauða krossinum fengu félagsskírteini á síðasta ári og gildir það meðal annars sem safnkort ESSO.
Námskeið fyrir safnkortshafa verða sem hér segir:

  • 19. janúar kl. 14.00 – 18.00
  • 26. janúar kl. 14.00 – 18.00
  • 9. febrúar kl. 14.00 – 18.00
    Hámarks þátttakendur á námskeiði er 15 manns.

Við hvetjum alla að nýta sér þessi námskeið Rauða krossins, skráning fyrir safnkortshafa fer fram á www.esso.is og í síma 560-3400 (Þjónustuver ESSO), aðrir áhugasamir hafi samband við aðalskrifstofu Rauða krossins sem er við Efstaleiti, síminn er 570-4000.