URKÍ-H félagar kynna sér fataflokkun

2. mar. 2006

URKÍ-H félagar saman inní gámi.
Nú í kvöld skruppu félagar í ungmennahreyfingu Rauða krossins í Hafnarfirði í heimsókn í fataflokkunarstöð Rauða kross deilda á höfuðborgarsvæðinu. Þar tók Örn Ragnarsson verkefnisstjóri fataflokkunar vel á móti þeim og kynnti starfsemina.

Í fataflokkunarstöðinni er tekið á móti öllum þeim fatnaði sem til fellur á höfuðborgarsvæðinu og á síðasta ári barst stöðinni yfir 1.000 tonn af notuðum fatnaði. Fötin eru notuð í hjálparstarf innanlands, seld í Rauðakrossbúðunum, send til annara landsfélaga Rauða krossins og seld óflokkuð til flokkunarfyrirtækja í Evrópu. Allur ágóði verkefnisins rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins.

Í lok kynningarinnar fengu krakkarnir að henda sér inní haug af fötum sem stóð á miðju gólfi flokkunarstöðvarinnar. Verkefni þeirra var að finna föt sem þau sjálf gætu hugsað sér að kaupa í Rauðakrossbúðinni. Á næstuni munu svo félagar í ungmennahreyfingunni mæta í fataflokkunarstöðina til að flokka föt sem seld verða í búðunum í Hafnarfirði og Reykjavík.