Styttist í næsta grunnnámskeið

17. mar. 2006

Næsta grunnnámskeið verður haldið á landsskrifstofu Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, 14. febrúar og 22. mars kl. 18–21.
Námskeiðið er ætlað nýjum sjálfboðaliðum eða fólki sem hefur hug á að kynna sér hjálpar- og félagsstarf Rauða krossins.
Farið er í upphaf og sögu hreyfingarinnar, grundvallarmarkmið, alþjóðleg mannúðarlög, stefnu Rauða kross Íslands og helstu áherslur í starfi félagsins innanlands og utan.

 

Grunnnámskeið Rauða krossins er 3 klst og er ókeypisSkráning og nánari upplýsingar: Svæðisskrifstofa Rauða kross Íslands á höfuðborgarsvæðinu
í síma 565 2425 eða með tölvupósti á jon@redcross.is.