Ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk á vegum Goi friðarstofnunarinnar í Japan

27. apr. 2006

Í tilefni alþjóðlegs áratugar Sameinuðu þjóðanna, sem tileinkaður er rétti barna til lífs án ofbeldis og  friðarmenningu, stendur Goi friðarstofnunin í Japan fyrir alþjóðlegri ritgerðarsamkeppni fyrir ungt fólk í tveimur aldursflokkum undir þemanu: Learning to live together: promoting tolerance and diversity in globalized societies.

Aldursflokkurinn 15-25 ára
Umfjöllunarefni ritgerðarinnar í aldursflokknum 15-25 ára er að koma fram með hugmynd að verkefni eða aðgerðum ungs fólks til að stuðla að því að fólk af mismunandi uppruna og menningu geti búið saman í sátt og samlyndi og þar með vegið upp á móti því hvernig fordómar og fáfræði, útilokun og mismunun og skortur á aðlögun útlendinga og innflytjenda í viðtökulandi getur orðið uppspretta mikilla vonbrigða og örvæntingar sem getur ýtt undir vítahring átaka á milli ungs fólks af mismunandi uppruna og menningu.

Ritgerðin í aldursflokknum 15-25 ára skal vera 1,000 orð eða færri. Ritgerðum skal skila inn á ensku, spænsku, þýsku eða frönsku. Á forsíðu skal taka fram aldursflokkinn Youth Category, heiti ritgerðar, nafn höfundar, heimilisfang, síma- og símbréfsnúmer, netfang, þjóðerni, aldur frá og með 30. júní 2006, kyn, nafn skóla og skólaárgang.

kilafrestur ritgerða er til 30. júní 2006 og skal kom þeim til skila í pósti eða tölvupósti á eftirfarandi viðtakanda: International Essay Contest, co. The Goi Peace Foundation, 1-4-5 Hirakawacho, Chiyoda-ku, Tokyo 102-0093 Japan, e-mail: essay@goipeace.or.jp

Umsjónakennarar í skólum geta safnað saman ritgerðum og komið þeim til skila í einu lagi. Skipuleggjandi ritgerðarsamkeppninnar áskilur sér höfundarétt allra ritgerða sem berast inn í keppnina.

Tilkynnt verður um vinningshafa í nóvember 2006 á vefsvæði stofnunarinnar http://www.goipeace.or.jp. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal en auk þess verða peningaverðalaun og gjafir veittar fyrir bestu ritgerðirnar. Fyrstu verðlaun eru um 70,000 íslenskar krónur (US$ 900) og verður þeim, sem vinna til fyrstu verðlauna, boðið á sérstaka verðlaunaafhendingu til Tókýó í Japan í nóvember þeim að kostnaðarlausu.