Ný stjórn URKÍ

Brynjar Már

20. maí 2006

Á aðalfundi URKÍ sem haldinn var föstudaginn 19. maí var kosið í nýja stjórn.
Þeir Atli Örn Gunnarsson, Brynjar Már Brynjólfsson og Jens Ívar Albertsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Þeirra í stað koma þau Hildur Dagbjört Arnardóttir frá Ísafirði og Guðjón Ebbi Guðjónsson frá Sauðárkróki inn í stjórn. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir.
Eitt stjórnarsæti er enn óskipað og stefnt að því að halda auka aðalfund í haust til þess að fylla það sæti.