Góðverkavika á Selfossi, börnin gefa fátækum föt

24. feb. 2012

50 börn í leikskólanum Álfheimum á Selfossi komu færandi hendi til Rauða krossins með föt sem þau eru hætt að nota en vilja gefa fátækum börnum sem ekki eiga mikið af fötum.

Þetta er liður í góðverkaviku leikskólans. Þar sögðu kennararnir frá Rauða krossinum og ákveðið var að fara í heimsóknina með föt handa öðrum.

Krökkunum var sagt frá því helsta sem verið er að gera hjá Árnesingadeildinni, þeim var boðið upp á  ís og voru leyst út með veggspjaldi þegar þau fóru heim.

Fréttamenn af báðum blöðunum á Selfossi voru viðstaddir og tóku mynd.