Ungmennastarfið í Mosfellsbæ byrjar aftur 3. september

30. ágú. 2012

Vetrarstarf Mórals hefst 3. september.  Í Móral hittast 13-16 ára ungmenni einu sinni í viku og fræðast um Rauða krossinn og vinna ýmis skemmtileg verkefni því tengdu.

Margt spennandi er á döfinni í vetur og er dagskrá haustannarinnar komin inn á síðu Mórals hérna.  Krakkarnir ætla m.a. að fræðast um skyndihjálp, flóttamenn og alnæmi, auk þess að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs, læra að búa til ís og brjóstsykur.

Hópurinn hittist í Rauðakrosshúsinu Þverholti 7 alla mánudaga kl. 19:30-20:30.  Allir eru velkomnir að taka þátt í starfinu og það kostar ekkert að vera með.  Nánari upplýsingar um starfið má fá í síma 564-6035.