Halloween partý Mórals

2. nóv. 2012

Á mánudag var Halloween partý hjá Móral - 13-16 ára ungmennastarfi Rauða krossins í Mosfellsbæ.  Búið var að breyta Rauðakrosshúsinu í Hryllingshús,  allir mættu í búningum og að sjálfsögðu voru hrollvekjandi veitingar í boði.  

 

 Verðlaun voru veitt fyrir bestu búningana og má sjá sigurvegara kvöldsins á neðri myndinni.