Börn af Brákarborg gáfu föt í Rauða krossinn

5. mar. 2013

Hópur fjögurra ára barna af leikskólanum Brákarborg heimsótti landsskrifstofu Rauða krossins til þess að kynna sér starfsemi félagsins og syngja fyrir starfsmenn.  

Börnin komu þó ekki tómhent því hvert og eitt þeirra hafði valið flíkur sem þau pössuðu ekki í lengur og vildu gefa Rauða krossinum til að koma til annarra barna sem þyrftu frekar á þeim að halda.

Rauði krossinn þakkar börnunum fyrir heimsóknina, og fyrir flíkurnar sem brátt munu öðlast nýtt líf hjá öðrum börnum og koma að góðum notum.
 

Börnin hlustuðu stillt og prúð á Hjálpfús og Gullu.
 
Börnin settu fötin sem þau eru hætt að nota í pokann hjá Hjálpfúsi.
 
Og ein stúlkan gaf þessa fallegu úlpu.
 
Gulla kenndi börnunum grunnatriði skyndihjálpar.
 
Eftir vel heppnaða heimsókn þurftu börnin að drífa sig aftur í leikskólann og kvöddu Hjálpfús.