Ungmennaþing 2014

12. apr. 2014

Ungmennaþing Ungmennahreyfingar Rauða krossins fór vel fram í góða veðrinu í dag. Hekla formaður flutti skýrslu stjórnar, fundarstjóri var Arnar Benjamín og fyrir kjörnefnd talaði Jón Þorsteinn.

Það hefði mátt heyra saumnál detta þegar Magna Björk Ólafsson sendifulltrúi sagði frá magnaðri upplifun sinni þegar hún vann á Filippseyjum sem hjúkrunarfræðingur eftir að fellibylurinn reið yfir eyjarnar.

Ný stjórn ungmennaráðs skipar: Hekla Sigurðardóttir, Egill Ian Guðmundsson, Birta Marsilia Össurardóttir, Valgerður Fjölnisdóttir og Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir. Úr stjórn gengu Þrúður Kristjánsdóttir og Hilmar Loftsson.

Myndir á facebook