Fræðslufundir „Náum áttum"

Önnu Ingadóttur

7. feb. 2006

Rauði kross Íslands er einn af aðilum Náum áttum sem er samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál. Haldnir eru morgunverðarfundir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og hafa þeir verið vel sóttir.

Á síðasta fundi var fjallað um áhrif tölvunotkunar á líf ungs fólks og mættu um 100 manns. Þar fjallaði Jóna Möller aðstoðarskólastjóri Kópavogsskóla um upplifun skólakerfisins af tölvufíkn ungs fólks, Elín Thorarensen framkvæmdastjóri Heimilis og skóla fjallaði um svefnþarfir ungs fólks og Björn Harðarson sálfræðingur hélt erindi um tölvufíkn.

Að lokum voru umræður þar sem fyrirlesarar sátu fyrir svörum ásamt fulltrúum frá SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni), sem er vakningarátak um örugga netnotkun barna og unglinga. Hér má finna samantekt af morgunverðarfundinum.

Á næsta fundi verður tekið fyrir efnið: Kynhegðun ungs fólks og verður hann haldinn 15. febrúar kl. 8:15-10:00 á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18. Nánari dagskrá má finna á www.naumattum.is þegar líður að fundi.