Kynhegðun ungs fólks og kynlífsfræðsla

Helgu Margréti Guðmundsdóttur

14. mar. 2006

Rauði kross Íslands er einn af aðilum Náum áttum sem er samstarfshópur um fræðslu- og fíkniefnamál. Haldnir eru morgunverðarfundir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Á fundi þann 15. febrúar var fjallað um kynhegðun ungs fólks og kynlífsfræðslu.

Á dagskrá voru fjölbreyttir fyrirlestrar:
-Unglingamóttakan - Hildur Kristjánsdótatir, verkefnastjóri unglingamóttöku 
Neyðarmóttakan - Eyrún Jónsdóttir, deildarstjóri Neyðarmóttöku vegna nauðgunar 
Ástráður - Félag læknanema ? Ómar Sigurvin og Lilja Rut. 
Tölum saman ? samskipti foreldra og unglinga um kynlíf - Guðbjörg Edda Hermannsdóttir / Dagbjörg Ásbjarnardóttir / Sigurlaug Hauksdóttir

Helga Margrét Guðmundsdóttir verkefnisstjóri Heimilis og skóla tók saman niðurstöður fundarins sem birtast hér.

SAMANTEKT

Unglingamóttaka - Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir
Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir sagði frá starfsemi unglingamóttöku heilsugæslunnar á Sólvangi. Móttakan  er staðsett þar á litlu stöðinni sem kölluð er, þ.e. á Sólvangsvegi 3. Móttakan er opin einu sinni í viku á mánudögum  frá kl. 16.30 ? 17.30, og heimsóknirnar eru ókeypis. 

Markmið þessarar þjónustu er að unglingar hafi aðgang að sértækri unglingamóttöku, þjónustu hennar og þeim úrræðum sem hún getur boðið uppá. Þeir málaflokkar sem þjónustan nær yfir eru: þunganir, getnaðarvarnir, neyðargetnaðarvörn, fóstureyðing, kynsjúkdómar, nauðganir, samkynhneigð, sifjaspell, reykingar, eiturlyfja- og vímuefnanotkun, ofbeldi t.d. í fjölskyldu, einelti, kvíði og tilfinningaleg vandamál, átraskanir, þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingar. Starfsfólkið þarf að vera á ?réttum? aldri og mikilvægt er að sýna unglingunum hlýju, virðingu og skilning. Starfsfólkið þarf að þekkja þarfir unglinga bæði félagslega og andlega um þroska þeirra kynhneið, kynhegðun, líðan o.fl. Gætt er fyllsta trúnaðar en öllum sem stunda kynlíf og koma á móttökuna er boðið að skila þvagsýni fyrir klamýdíu og er það í samræmi við klínískar leiðbeiningar landlæknisembættisins. Auk starfsfólks móttökunnar kynna skólahjúkrunarfræðingar hana og stúlkur eru í miklum meiri hluta þeirra sem sækja þessa þjónustu eða 75%. Sú spurning hefur vaknað hvort ekki sé ástæða til þess að hafa sérstaka ,,strákamóttöku? eins og til dæmis er gert á unglingamóttökum í Svíþjóð.

Þegar talað er um kynhegðun þá innifelur það í sér allt er tengist tilfinningalífinu t.d. ástinni, ástarsorginni og kynsjúkdómum. Unglingar í dag eru yfirleitt vel upplýst fólk sem vill taka ábyrgð á eigin lífi. Þau eru að prufa sig áfram með ýmislegt, hafa mörg hver ferðast víða og menning þeirra öðruvísi en áður var t.d. netmenning o.fl. Hér er um forvarnarstarf að ræða og greinileg þörf er fyrir þá þjónustu sem veitt er í þessu sambandi. Móttakan er í raun sprungin en 274 einstaklingar ( 235 stúlkur og 39 drengir) leituðu til unglingamóttökunnar á síðasta ári.

Neyðarmóttaka vegna nauðgunar - Slysa- og bráðadeild LSH , Eyrún Jónsdóttir
Í tíðnirannsókn Hrefnu Ólafsdóttur árið 1999 í grunnskólum um kynferðislegt ofbeldi og misnotkun gagnvart börnum fyrir 18 ára aldur á Íslandi kom fram að fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur eru misnotuð, en það gerir um 17% barna. Einnig kom fram í þeirri rannókn að í 66% tilfella var gerandi karl í fjölskyldu barnsins eða einhver sem tengdist henni. Kynbundið ofbeldi er hærra hér en annars staðar en líkamlegt ofbeldi er hæst í Finnlandi skv. samanburðarrannókn NORVOLD sem gerð var á kvennadeildum árið 2000.

Neyðarmóttaka vegna nauðgunar NM var opnuð á Slysa- og bráðadeild LSH Fossvogi  8. mars 1993 en NM er líka starfrækt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
- Þjónustan er fyrir konur og karla 
- Þjónustan er ætluð fyrir brotaþola 12 ára og eldri 
- Þjónustan nýtur forgangs og er veitt allan sólarhringinn 
- Þjónustan er ókeypis 
- Algjör trúnaður og nafnleynd gildir um málið og málsgögn 
- Það er oftast alfarið ákvörðun brotaþola að kæra málið eða ekki 
- Mikilvægt er að virða sjálfsákvörðunarrétt þolenda til að kæra mál eða ekki 
- Foreldrar og barnaverndaraðilar geta tekið ákvörðun um kæru, óháð vilja barns
-Tilkynningarskylda er til barnaverndaryfirvalda vegna ungmenna yngri en 18 ára

Neyðarmóttaka nauðgana hefur fyrst og fremst reynst vera þjónusta við konur en um 33% kvenna hafa verið  beittar kynferðislegu ofbeldi hér og er sú hlutfallstala hæst á Íslandi ef miðað er við Norðurlöndin. Áfengisneysla er stór þáttur í kynferðisofbeldi og 1/3 hluti þeirra sem leita til neyðarmóttöku hafa verið í áfengisdái þegar ofbeldið á sér stað. Um helmingur mála eru kærð.

Langflestir þolendur í nauðgunarmálum hljóta ekki alvarlega líkamlega áverka en andlegt áfall og niðurlæging eru alvarlegustu afleiðingarnar. Aukist hefur að gerendur eru fleiri en einn og að nokkrir taka sig saman og nái sér markvisst í fórnarlamb. Eitthvað er um að þolendur dragi kærur til baka vegna hræðslu við forherta gerendur.   

Eyrún sagði að mikill hlut starfsins á Neyðarmóttökunni væri fræðsla og stuðningur fyrir þolendur og einnig  foreldra og forráðamenn þar sem unnið er með áfallaviðbrögð og styrkingu í því að takast á við afleiðingar áfallsins. Eyrún taldi að mikið markaleysi væri oft í uppeldi barna á Íslandi  og í samskiptum kynja. Markaleysi foreldra birtist helst í því að þeir ? geta ekki- kunna ekki- vilja ekki segja NEI. Einnig kemur til vankunnátta foreldra um kynhegðun barna sinna. Hún nefndi ?kærustusambönd? mjög ungra stúlkna og mun eldri stráka og að ungir gerendur sleppi oftast við ábyrgð ? þeim er oft ekki fylgt eftir af barnaverndaraðilum og engin markviss meðferðarvinna er fyrir þá. ?Of oft allt unnið fyrir friðinn.? Einnig væri nú meira þol gegn klámi og klámvæðingu og hefði það greinilega áhrif á eðli kynferðisbrota.

Ástráður -  Forvarnarstarf læknanema Ómar og Lilja Rut
Markmið forvarnarstarfsins: er að lækka tíðni kynsjúkdóma, ótímabærra þunganna og fóstureyðinga hjá ungum stelpum. Með fræðslu sinni reyna læknanemar að hafa áhrif á krakkana með ýmsum hætti og vekja þau til umhugsunar um ábyrgð á eigin heilsu og líkama og einnig heilsu annarra. Kynntar eru mögulegar afleiðingar mismunandi kynsjúkdóma, fóstureyðingar og unga fólkið er frætt um getnaðarvarnir.

Á s.l. vetri heimsóttu læknanemarnir 125 bekki eða aðra hópa út um allt land, aðallega í framhaldsskóla, en einnig aðra hópa svo sem félagsmiðstöðvar, eldri bekki grunnskóla og meðferðarstofnanir fyrir unglinga. Ekki er tekið gjald fyrir fræðsluna en skólar úti á landi hafa greitt ferðakostnað leiðbeinendanna. Auk þess að kynna smokka og koma á framfæri ýmsum gagnlegum upplýsingum t.d. um  heimasíðu og ráðgjafaþjónustu Ástráðs og símanúmer hjá kvennadeild landsspítalans, neyðarmóttöku vegna nauðgana og húð- og kynsjúkdómadeild o.fl. er lögð áhersla á gagnvirkar og fjölbreyttar aðferðir við fræðsluna og farið er í hópeflisleiki þar sem nemendur taka afstöðu til ýmissa siðferðismála ? og hefur sú aðferð gagnast vel til að virkja krakkana í fræðslunni.

Tölum saman ? Dagjört, Guðbjörg og Sigurlaug.
Dagbjört Ásbjörnsdóttir mannfræðingur, MA í kynlífs- og kynjafræðum, Guðbjörg Edda Hermannsdóttir félagsráðgjafi og Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi, MA í uppeldis- og menntunarfræði, kynntu fræðsluverkefni fyrir foreldra og unglinga um kynlíf sem þær kalla Tölum saman ? Samskipti foreldra og barna um kynlíf. Fræðslan er bæði fyrir foreldra og unglinga, aðallega ætlað nemendum í 7 . ? 10. bekk grunnskóla.

Fyrirlesararnir starfa saman að verkefninu en hafa þrjár ólíkar aðkomur að ungu fólki. Dagbjört starfar hjá ÍTR, Guðbjörg vann lengi á Kvennadeild Landspítalans við ráðgjöf um fóstureyðingar og Sigurlaug hefur unnið með alnæmissmituðu fólki, auk þess sem hún hefur í sex ár unnið sem ráðgjafi á Neyðarmóttökunni vegna nauðgana þar sem ungt fólk er stærsti hópur þolenda. Í kynningunni lýstu þær allar hvernig reynsla þeirra hafi knúið þær áfram til að gera fræðsluefni um málið og til að vinna að forvörnum í þessu sambandi. Þær stöllur hafa nýverið gefið út bæklinga um verkefnið sem dreift var á fundinum. Bæklingana er hægt að nálgast á Lýðheilsustöð. Um er að ræða tvo bæklinga um kynlíf og kynhegðun unglinga. Annar er fyrir foreldra og heitir Samskipti foreldra og barna um kynlíf. Hinn bæklingurinn er ætlaður unglingum og heitir Kynlíf - unglingar.

Foreldrabæklingurinn fjallar um mikilvægi þess að foreldrar fræði börn sín um kynlíf og bendir á leiðir fyrir foreldra til að ræða um kynlíf við börn sín og unglinga.

Verkefnið ?Tölum saman? fjallar um hvað foreldrar þurfa að hafa í huga annars vegar og unglingar hins vegar þegar rætt er saman um kynlíf. Hvað er mikilvægt að segja unglingum um kynlíf og hvað unglingar vilja vita um kynlíf? Mikilvægt er að senda unglingum skýr skilaboð um 

- Hver sé réttur þeirra í kynlífi 
- Upplýsa þau um jákvæða og neikvæða þætti kynlífs 
- Hvert þau geti leitað til að fá ráðgjöf og fræðslu.

Þá er einnig fjallað um staðalímyndir og þær ímyndir sem vinir og jafnaldrar, fjölskyldan, skólinn, fjölmiðlar og markaðsöflin boða um það hvernig hin fullkomna kona eða karl á að vera.