Vorferð Rauða kross ungmenna

31. maí 2006

Krakkarnir saman komnir á Þingvöllum.

 Á uppstigningardag héldu tæplega 50 krakkar í ungmennastarfi Rauða kross deildanna á höfuðborgarsvæðinu í sameiginlega vorferð.

Eftir að allir höfðu verið sóttir lá leiðin á Þingvöll þar sem stoppað var við Hakið og útsýnið skoðað áður en gengið var niður Almannagjá. Frá Þingvöllum var haldið í Þrastarlund og slegið upp grillveislu á tjaldstæðinu, farið í leiki og mikið hlegið. Eftir ánægjulega veru í Þrastarlundi var brunað á Stokkseyri þar sem krakkarnir skelltu sér í sund.

Blíðskaparveður var allan tímann og nutu allir ferðarinnar vel. Þessi ferð var einstakt tækifæri fyrir börn og ungmenni sem starfa með Rauða krossinum á höfuðborgarsvæðinu að hitta og kynnast krökkum í öðrum deildum. Er nokkuð víst að vorferðin verður endurtekin að ári enda vilja krakkarnir nú ólmir hittast.