Nýr vefur

stjórn URKÍ

21. des. 2006

Nú á dögunum var tekinn í notkun nýr vefur Rauða kross Íslands og þar undir nýr vefur Barna- og ungmennastarfs (URKÍ).
Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að koma inn auknu efni á vefinn, svosem fundargerðum, upplýsingum um stjórnarmenn og fleira.

Tengiliður URKÍ-stjórnar við vefinn er Gunnlaugur Br. Björnsson sem situr í stjórn URKÍ. Senda má efni á hann, netfangið hans er gbb@mmedia.is

Það er von okkar í stjórninni að hinn nýi vefur muni leggjast vel í notendur vefsins og að þær upplýsingar sem hér eru að finna megi nýtast ykkur í leik og starfi.