Félagsmiðstöð fyrir ungmenni í samvinnu við Rauða krossinn á Stöðvarfirði

24. okt. 2011

Í samvinnu við sveitarfélagið í Fjarðabyggð tók Rauði krossinn á Stöðvarfirði að sér að sjá um að reka félagsmiðstöð fyrir ungmennin á staðnum og fengu gamla samkomuhúsið til afnota.

Kallaður var saman vinnuhópur sem stóð meðal annars af sjálfboðaliðum Rauða krossins og húsið tekið vel í gegn.

Að því búnu var Stöðfirðingum og velunnurum boðið á opnun hússins og mættu fjöldi manns í kaffi og meðlæti. Starfsemin í vetur verður fléttuð saman af ungmennastarfi Rauða krossins og félagsmiðstöðvarinnar.