Landsfundur URKÍ

stjórn URKÍ

3. maí 2007

L a n d s f u n d u r

Landsfundur Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands verður haldinn föstudaginn 18. maí í húsnæði Akureyrardeildar Rauða kross Íslands Viðjulundi 2 á Akureyri.
Fundurinn hefst klukkan 20:00.
Dagskrá landsfundar samkvæmt 6. grein starfsreglna URKÍ er eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um síðasta starfsár lögð fram til umræðu.
3. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs lagðar fram til kynningar og umræðu skv. 8. gr.
4. Tillögur að breytingum á starfsreglum, skv. 9. gr.
5. Kosning formanns samkvæmt 7. gr.
6. Kosning annarra stjórnarmanna til eins árs skv. 7. gr.
7. Önnur mál.

Það skal tekið fram að allir félagar URKÍ eiga rétt til setu á landsfundinum með tillögu- og atkvæðisrétti að fengnu samþykki viðkomandi deildar og eru hvattir til að mæta á fundinn.
Starfsreglur URKÍ má sjá hér á vefnum.

                                                                         Stjórn URKÍ.