Ný stjórn URKÍ

19. maí 2007

Á landsfundi URKÍ sem haldinn var á Akureyri í gær varð talsverð breyting á stjórn Ungmennahreyfingar Rauða kross Íslands.
Á fundinum urðu formannaskipti, Ingibjörg Halldórsdóttir formaður URKÍ til tveggja ára vék úr stjórninni en nýr formaður er Jón Þorsteinn Sigurðsson sem setið hefur í stjórninni í tvö ár.
Úr aðalstjórn véku þau Gunnlaugur Bragi Björnsson ritari og Nanna Halldóra Imsland meðstjórnandi eftir tveggja ára setu í stjórninni, einnig vék úr aðalstjórn Hildur Dagbjört Arnardóttir eftir eitt ár í stjórn URKÍ.
Í varastjórn URKÍ voru Lilja Guðrún Jóhannsdóttir og Hannes Arnórsson. Lilja vék úr stjórn en Hannes tók sæti í aðalstjórn.
Þau Guðjón Ebbi Guðjónsson og Pálína Björk Matthíasdóttir héldu sætum sínum aðalstjórn en þau hafa bæði setið í stjórninni í ár.
Gunnlaugur Bragi Björnsson sem áður sat í aðalstjórn á nú sæti í varastjórn URKÍ auk Maríu Ágústsdóttir sem kom ný inn.
Ný í aðalstjórn eru: Kristjana Þrastardóttir, Arnar Benjamín Kristjánsson og Auður Ásbjörnsdóttir.

Ný stjórn URKÍ 2007-2008 er því þannig skipuð:
Jón Þorsteinn Sigurðsson, formaður
Arnar Benjamín Kristjánsson, meðstjórnandi
Kristjana Þrastardóttir, meðstjórnandi
Auður Ásbjörnsdóttir, meðstjórnandi
Guðjón Ebbi Guðjónsson, meðstjórnandi
Pálína Björk Matthíasóttir, meðstjórnandi
Hannes Arnórsson, meðstjórnandi
Gunnlaugur Bragi Björnsson, varamaður í stjórn
María Ágústsdóttir, varamaður í stjórn